Zed III wrote:
Flott samantekt hjá þér.
Heldur þú að Tjallin sé með nógu góða markvörslu, vörn, sókn og kanta ?
Capello á eftir að hjálpa þeim mikið en ég held að liðið sé ekki nógu sterkt.
Markvarslan er í meðallagi hjá Englandi en þeir eru með fína vörn, sérstaklega hafsentarnir. Geta valið á milli Terry, Ferdinand og King (sem að mínu mati spilaði best af þeim í vetur). England er með flotta bakverði í G.Johnson og A.Cole, sérstaklega sóknarlega séð en G.Johnson er reyndar ekki nógu sterkur varnarlega.
Ég er ekki viss um að Capello verði með sérstaka kanta, heldur muni miðjumennirnir vera frekar þéttir á miðjunni. Hann er reyndar með Aron Lennon sem getur tætt hvaða bakvörð í sig sem er. Gæti trúað að Lennon verði eini kantmaðurinn inná og svo verði 3 til 4 aðrir miðjumenn. Gerrard yrði flottur sem tengiliður milli sóknar og miðju og Rooney einn frammi.
Það verður spennandi að sjá hvernig Capello setur þetta upp. Held að England hafi sjaldan átt jafn mikla möguleika og núna. Meðalaldurinn rétt fyrir neðan þrítugt og það er ekki slæmt á stórmóti.