Fyrir circa fimtán árum síðan þá fór ég að viðra þá skoðun mína við fólk hvort ekki væri gáfulegast að fá fyrirtækin í landinu til að kosta vegaframkvæmdir sem væru augljóslega full stórar fyrir ríkið, og var mér oft í huga að tryggingafélögu og önnur fyrirtæki sem hefðu beinan hag af bættum vegasamgöngum tækju stæðstan þátt í slíkum framkvæmdum.
Svo mætti auðvitað skoða það hvort að hinn almenni borgari gæti ekki keypt sér skatta aflátt með því að taka þátt í hverri framkvæmd fyrir sig.
Hvernig væri best að útfæra svona hluti er auðvitað eithvað sem fróðari menn en ég gætu alveg örugglega útfært.
Núna nýlega þá kom sjóvá fram með svipaðar hugmyndi og það er vonandi að það skili einhverjum árangri.
Ég get alveg viðurkent það ég er ekki neinn aðdándi þeirra manna sem stjórna þessum málum og eru réttilega ábyrgir fyrir því hvernig málum er háttað almennt í samgöngu málum hér á Íslandi, og það er alveg ótrúlegt að þurfa að horfa uppá svona gúmmí karl eins og Sturlu í sjónvarpi tala um þessi mál í eilífðri vörn þar sem hann er eingöngu í því hlutverki að verja allt kerfið og spillinguna sem hefur orðið fjölda manns að bana seinustu ár.
Gerum almennilega vegi strax ekki einhverja bráðabyrðar lausnir sem fela í sér eitthvað svona 2+1 með vír. NEI TAKK
