siggir wrote:
Þórður Helgason wrote:
Þakka hlý og vinsamlega svör, ágætu BMW félagar.
Auðvitað er allt í góðu, en ég var samt svekktur yfir þessu, á sérhæfðu BMW spjalli. En ef myndin hefur heitið BMW eitthvað er þetta kannski (smá) skiljanlegt.
En að skoða videóin af þessum bíl, þetta er magnaður OPEL greinilega.
Endilega sendið mér myndir af bílum er þið þurfið að fá þá tegundar/árgerðargreinda og ég mun gera mitt besta.
Þetta hitti bara svona á að þegar ég var í rallýinu voru erlend blöð mjög mikið með myndir af svona Opel Manta í rallýbúningi og voru að standa sig afar vel, í klúbbkeppnum (einstaklinga) og langaði mig mikið í þannig rallýbíl um tíma. Þessvegna þekkti ég bílinn strax.
En úr þessu hvika ég ekki frá BMW.
Þessa dagana hugsar maður aðallega um BMW með drifi á öllum....
Smá off-topic hérna: Hvar er þessi 2002 rallari niðurkominn? Mátt svara mér í einkapósti ef þér finnst það e-ð þægilegra.
Seldi hann uppúr 1990 í krónuflokkinn í rallýkorssi, eða svo sagði kaupandinn, veit ekki meir, sá hann etv. í sjónvarpinu einu sinni eða tvisvar eftir þetta í rallýkrossinu....
Hann var með tveimur tvöföldum Weber DCOE, og ýmsu smálegu.
Var orðinn frekar lélegur.....
Í rallýinu var hann lengst af kallaður læknabíllinn... til aðgreiningar frá öðrum 2002 bílum þar.
En ætti maður hann í dag, væri hann frábært efni til uppgerðar eða leiktækis.