Jahérna, ennþá tönglast fólk á því að við viljum bara fá allt frítt, er það eina mótvægið við að vera tekinn stanslaust í rassgatið af bönkunum?
ég skil ykkur ekki.
Spurning um að leggja bara niður samningalögin.
Fyndið líka að sjá núna alla vitringana koma með að það hafi verið svo augljóst að samningsvextir haldist við gjaldeyrinn, ég er samt ekki að vitna í þig Fart, ég get viðurkennt að ég ebr mikkla virðingu fyrir þér þó ég þekki þig ekkert, veit bara að þú kant vel inn á þetta allt og hittir oft nagglann á höfuðið, ég er aðallega að tala um moggabloggara sem vita ekki neitt en þykjast vita eitthvað.
fannst þetta svo áhugarvert á facebook:
Quote:
Þangað til eru allir hvattir til að lesa 14. gr. laga um neytendalán nr.121/1994 en 1.mgr. hennar hljóðar svo: Nú eru vextir eða annar lántökukostnaður ekki... tilgreindir í lánssamningi og er lánveitanda þá eigi heimilt að krefja neytanda um greiðslu þeirra. Að öðru leyti fer um vexti af neytendalánum samkvæmt ákvæðum vaxtalaga. Síðan segir í 3.mgr. sömu greinar: Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki ef lánveitandi getur sannað að neytanda hefði mátt vera ljóst hver lántökukostnaðurinn átti að vera. Hæstiréttur dæmir vaxtaákvæði samningsins ógild og þar með eru ekki tilgreindir vextir í samningnum og þar sem um neytendalán er að ræða þá má ekki innheimta vexti. Þetta mál þarf að fara beint til EFTA dómstólsins með þessum rökum.
Með öðrum orðum, þar sem Hæstiréttur fellir brott vaxtaákvæði samnings, þá er óheimilt að setja aðra vexti í staðin og samningurinn því vaxtalaus.
Þessa ábendingu fengu samtökin senda frá Arnari Kristinssyni laganema á Bifröst.