Hemmi wrote:
Ég skil þig ekki alveg, á þá ekki að leiðrétta lánin?
Vissulega veit ég að ég var að taka gengislán, hvernig getur rangt verið rétt
Eitt sem mig langar að spyrja þig útí, þar sem mig grunar að þú sért fróður um fjármál.
Segjum að gjaldmiðlarnir sem ég tók lánið í hefðu ekkert breysts, hefðu þá ekki bara þessir lágu vextir gilt? Var það ekki pælingin með að taka þessi lán? Lágir vextir og hugsanleg tímabundin gengisfall?
Voru bankarnir ekki að taka stöðu gegn krónunni? Hefðu bankarnir nokkuð veitt þessi lán vitanadi að krónan myndi styrkjast í framtíðinni?
Annars nenni ég ekki að fara að þræta eitthvað, menn hafa mismunandi skoðanir á þessu

Undir eðlilegum kringumstæðum taka bankar erlent lán á
x vöxtum og lána þér áfram með vöxtunum x+álag.. Græða auðvitað á vaxtamun.
Að taka stöðu "gegn" krónunni er bara þáttur í eðlilegri áhættustýringu, þar sem að eignir/skuldir bankanna voru að miklu leiti í erlendri mynt..
Quote:
In finance, a hedge is a position established in one market in an attempt to offset exposure to price fluctuations in some opposite position in another market with the goal of minimizing one's exposure to unwanted risk
En svo er eins og þú segir, spurning með hvata, því það er alveg massíft moral hazard vandamál þarna sem gæti(gerðist) gerst
