En já, smá pistill þar sem úti er orðið of heitt kl 0930 og ég nenni ekki að vinna!
Eins og áður var sagt, endaði ég á að ná í Ingvar til Hannover, um 600 km frá upphafsstað mínum, og keyra svo þaðan á Slaufuna um 400 km. Þannig að í reynd tæpir 900 km sem ég fékk í aukarúnt!
Var á nýjum 525d, leður, lúga, navi osfr. Skemmst er frá því að segja að þetta er geggjaður ferðabíll. Vantar kannski smá grunt miðað við 530d, en ekkert alvarlegt. Sætin frábær, sjálfskiptingin reyndar frekar leiðinleg, notaði mikið bara manualinn. Keyrði 2500 km í þessum túr, mestallt í langkeyrlsu yfir 160kmh, eyðsla um 7 lítrar pr 100km.
Lentum í Adenau seint, tékkuðum okkur inn, hentum okkur á Ringhaus þar sem beið okkar vel verðskulduð steik og bjór, takk fyrir það drengir.
Fórum eðlilega næsta dag snemma á Slaufuna, stilltum okkur upp og horfðum á DTM og annað góðgæti. Guli tók pósu:

Færðum okkur síðan í brekkuna við steinvegginn í Adenau eftir kaffi með Tauber mönnum og horfðum á VLN keppnina í dágóðann tíma. Þvílíkar græjur þarna inná milli, geðveikar alveg, og sándið!!! Motoring Nirvana útí eitt. Nokkrir BMW hérna:

Færðum okkur síðan yfir í pittinn, þar sem allt er opið, skoðuðum gömlu DTM bílana sem eru margir alger bjútí. Horfðum einnig á meira VLN á Grand Prix brautinni, sem var líka alveg mergjað stuð. Ingvar slefaði soldið mikið yfir þessum í pittinum:

Reis Z4, bara flottur:

Gamall e30 M3 DTM bíll, made by Tauber ef mig minnir rétt:

Einn dolfallinn yfir kjétinu:

Sándið í þessu Lexus dóti var mega magnað, og miklu meira en í lagi:

Dýrðin beið okkar síðan í aðsetri þeirra bræðra:

Fatið á Slaufu, Touristfahren opnað og keyrt, skoðað í kringum sig og haft gaman. Það er í reynd hægt að standa á einhverju horninu þarna, horfa í kringum sig og jizza í buxurnar reglulega, hafi menn bílaáhuga það er. Æði.

Sníktir voru túrar með hinum og þessum alla helgina, en mikið rosalegur fílíngur var að fara í blæjunni með Alpina, mega stuð, fílíngur, vindur í hjálm osfr:

Hér má sjá aðalspaðann í vinnugallanum:

Þessar GT3 RS græjur eru líka magnaðar, en Þórður át þær engu að síður í morgunmat, við litla hrifningu

Svo kom að hinum óumflýanlega, og að varð reimt, RNGTOY heimtaði reim og fór í smá fýlu.
Haldið á Spa daginn eftir í samfloti með Alpina á Gulu Þrumunni sem var í bensín spari mód, fyndin leið til að spara bensín engu að síður

En hvað veit ég svo sem?
Mætt snemma á Spa, Svenni Fart var mættur klár í slaginn:

Það verður að segjast að mér fannst Spa alveg magnaður staður, og geggjuð braut. Æðislegt að hafa komið þangað. Nokkrir hringir teknir með hinum ýmsustu mönnum og bara gaman. Reyndar alveg ógeðslega kalt.

Fullt af flottum græjum á Spa, þó mest ýmiskonar Breskar loftpressur, tssss, en fullt af kúl stöffi engu að síður.
Það var tekið pós:

Svo farið í dýrasta löns sunnan og norðan Alpafjalla og haldið áfram. Keyrt meira, gert við meira osfr.
Þessi Nojari fannst mér helvíti flottur:

Þórður og Sæmi mætti nýreimdir uppá dekk og Sæmi sleppti ekki höndunum af hinum mjög svo mikilvæga öryggisbúnaði, sólskyggninu:

Bílarnir eru rosalegir báðir tveir, og ökumennirnir ekki síðri:




Og hér má sjá afleiðingar sandkassaleiks Farts og Ingvars:

En ég þakka enn og aftur fyrir mig, geggjaður túr. Geggjaðir bílar báðir tveir, mjög ólíkir eins og Alpina sagði einhversstaðar að ofan, magnað afl og það sem mér fannst magnaðast er gripið í þessum semi-slikkum, ótrúlegt alveg.
Frábær upplifun sem opnaði nýjann heim fyrir mér allavega.
G