fart wrote:
Jújú, mjög frjór jarðvegur fyrir svona spillingarsögur og engin furða þar sem að það hafa komið upp mál sem eru ótrúleg. Það sem maður þarf að passa sig að gera er að trúa ekki öllu en vera samt var um sig.
Það versta er þegar menn trúa öllum sögunum blinnt, án þess að hafa vott af gagnrýnni hugsun. Hver veit nema að einhverjir sem gagnrýna og gagnrýna þessa menn hafi sjálfir farið nálægt línunni eða jafnvel yfir hana, hugsanlega til að auðgast, hugsanlega til að bjarga einhverju. Þá kemur spurningin, ef þú ferð yfir á rauðu ljósi, skiptir þá máli hvort það er um dag eða nótt, hvort það er umferð eða ekki, eða hvort það skapast hætta eða ekki. Eru reglur alltaf reglur og lög alltaf lög.
Að mínu mati er þetta í raun þannig að upphæðir skipta engu, ef þetta partasöludæmi er satt er það engu betra en einhverjir sveittir milljarðasamningar. En bakvið allt svona, og svona menn líka fullt af fólki sem kom ekki nálægt þessu, en tengist því samt, þess vegna þarf oft að fara varlega þó manni blöskri.
Finnst þetta bagalegt sjónahorn, en virði það engu að síður. Að fara yfir á rauðu ljósi er alltaf lögbrot, hvort sem það sé um nóttu eða dag. Hinsvegar er munur á því að fara yfir á rauðu eða stunda ofsaakstur á flótta undan réttvísinni.
Einnig er munur á því að stela súpu eða stela milljörðum, það er bara þannig. Í bókstafslegum skilningi er þetta bæði stuldur, en af töluvert annari stærðargráðu.
Sögusagnir eru auðvitað slæmar, en öll umræða þarf að geta átt sér stað - ýmislegt hefur komist upp með því einu að byrja á samræðum á spjalli - en ætli það sé ekki hægt að segja að meirihluti þessara 'sagna' er uppspuni og hefur gríðarleg áhrif á aðstandendur, eins og íbbí kemur kannski inná.