Jón Ragnar wrote:
Orri Þorkell wrote:
væri þægilegt t.d. ef maður er að fara á æfingu á veturna, þurfa ekki að vera snatta á ísköldum bílnum í saltinu. Þótt ég hafi alveg formið til að hjóla heim að æfingu þá er það samt ansi erfitt að hjóla heim af bootcamp æfingu þegar maður hefur ekki þolinmæði til að hjóla hægt

Styrkist hratt á því að hjóla heim af Boot Camp æfingu.
Ég hjóla oft upp í Árbæ frá Crossfitstöðini.
Beint í brekkuna

er í elliðarárdalnum líka. ég hjólaði alltaf í sumar, er uppí grafarholti þannig að það vantar ekki brekkurnar á leiðinni heim
bimmer wrote:
Orri Þorkell wrote:
einhver hérna sem hefur keypt rafmótor á sitt hjól? semsagt uppfært gamla hjólið.
Hef séð nokkuð marga á höfuborgasvæðinu, ágætis fart á þeim. Örugglega sniðugt ef þú færð svona kit á góðu verði og notar hjólið þitt til að komast á milli staða, en ekki komast á milli staða og komast í gott form í leiðinni.
kit-ið hjá rafhjol.is kostar 145þús á tilboði ekki komið undir, og það er aflminni mótorinn, 350w. Það er fyrir afturdrif. í því er hraðatakmarkari.
á ebay er þetta 250$ og uppúr fyrir alminileg kit (þá er rafhlaðan ekki með) en hvergi tekið fram neitt með hraðatakmarkara. Hægt að fá nokkrar útfærslur, framdrif, afturdrif, keðjudrif.
Helstu gallar á íslandi eru aðstæður fyrir rafhlöðuna, það er ekki ráðlagt að hlaða hana þegar hún er úti í frosti, þarf helst að vera heitari en 10 gráður.
Er að gæla við að converta gamla fjallahjólinu í el-bike
Frúin keypti svona upgrade á fjallahjólið hjá
http://www.rafhjol.is/isÞetta virkar helvíti vel.
persónulega finnst mér þetta mjög sniðugt, maður nennir alltaf að fara allt á hjólinu ef maður er með rafmagn til að hjálpa upp brekkurnar