Það kemur alltaf fram í veðsetningarpappírunum hvað sé veðsett. Það er oft gert mjög detailed.
Viktor, skv. Röksemdarfærslu þinni sem er eitt mesta rugl sem ég hef lesið, er t.d. Hægt að strípa hús sem er veðsett niður í fokhelt??? Heldur þú að einhver myndi vilja taka lögveð í einhverju ef þetta væri svona? Ef þín rök ganga upp myndu einu veðin vera handveð, og til hvers að kaupa sér hús á handveði.
Veð er ákveðið afsal yfir hlutdeild í eignarrétti og takmörkun á ráðstöfunarrétti. Veð geta komið til með vilja eiganda, t.d. Vegna fjármögnunar eða gegn vilja eiganda en þá er það gert með fjárnámi. Fjárnám er gert fyrir dómstólum, alveg það sama og fá á sig dóm. Stundum standa menn ekki í skilum og eiga ekkert nema eitthvað drasl og þá er tekið fjárnám í því.
Til að útskýra muninn á tungumáli sem þú kanski skilur þá er lögveð sama sambærilegt skilorð, þú hefur umráð yfir hlutnum en ekki fullan ráðstöfunarrétt. Handveð er síðan eins og að sitja inni, einhver á undirliggjandi eign í einhvern tíma, því eigandanum er ekki treysti til að höndla hana.
Áttaðu þig á því drengur að þú er að grobba þig af því að eiga stolna hluti, finnst það fyndið, flott og cool.

ef þessi hugsunarháttur breytist ekki fljótt hjá þér mun ríkið þurfa að taka handveð í þér aftur og aftur,,, og aftur. Og hverskonar líf er það ?