Sko, það væri ágætt ef einhver kæmi með málefnaleg rök fyrir því hvort ætti að nota 10.is eða hlutir.is, en að vefurinn *keyri* á Linux server, skal seint teljast honum til trafala.
Það er ekkert "skrifað í linux", linux er stýrikerfi, rétt eins og windows, og undir því getur keyrt allskyns hugbúnaður, þar á meðal vefþjónar, gagnagrunnsþjónar, vefþjónustukerfi osfrv.
hlutir.is er ekki einu sinni keyrandi á Linux vél, heldur FreeBSD vél, keyrandi Apache2, og PHP4, og í hýsingu hjá Opex ehf sýnist mér.
Ég þekki ekkert til hvorugs vefjarins, en ég er mikill Linux stuðningsmaður, enda mjög algengt að fólk ráðist á Linux án nokkurar ástæðu (sbr. nokkur comments í þessum þræði).
Ef þið viljið sönnun á því að Linux sé gott til síns brúks, skoðið bara Amazon, eða Yahoo! ... eða jafnvel mbl.is !
En efni þessarar umræðu á ekki að snúast um einhver djöfulsins stýrikerfi, heldur gæði þjónustunnar, og gæði ákvarðast ekki af því hversu mikið er drullað yfir andstæðinginn. Getur einhver gert okkur öllum greiða, og dæmt þjónustu þessara tveggja vefja og sagt hvor er betri og afhverju?
