Svezel wrote:
Ef hlutir eru almennilegir þá seljast þeir, svo einfalt er það. Drasli er stolið á netinu, almennilega dótið er keypt.
Ég gæti t.d. dl einhverri mynd út í bláinn sem er ömurleg og horfi ekki nema max einu sinni á en ef þetta er almennileg mynd þá langar mig að sjá hana aftur á DVD eða jafnvel kaupa hana, þá geri ég það. Eins með lög, ef þetta er leiðinlegur diskur þá hlusta ég ekkert á hann meir en ef ég fíla hann þá fer ég og kaupi diskinn.
Ég tek undir þetta. Svo eru sumir diskar bara skyldueign. Eins og til dæmis um daginn þá keypti ég Purple með Stone Temple Pilots í annað skiptið. Gamla eintakið mitt var orðið svo rispað. Ég hefði getað downloada disknum og skrifað hann en ég gerði það bara ekki...