Hreiðar wrote:
íbbi_ wrote:
hvernig geta menn mælt með því að einhver fái sér renault clio

Segi það með þér, myndi helst halda mér langt frá frönskum smábílum. Margir í kringum mig sem hafa átt nýlega Peugeot sem hafa alls ekki verið traustir, alltof mikil bilun. Frændi minn átti svo einmitt ekkert svo gamlan Clio sem er algjörlega farinn í dag. Allavegana það sem ég hef séð og heyrt almennt um þessa franska smábíla er ekkert jibbí..
Ég byggi það á eigin reynslu. Það eru ekki allir franskir bílar jafnslæmir...
Clioinn er fjögurra stjörnu NCAP bíll og kemur ágætlega út úr bilanaprófunum erlendis.
Ég er ekki mikið fyrir franska bíla almennt, eiginlega bara alls ekki, en þetta er líklega með betur heppnuðu bílunum frá þeim.
Svo er verðið líka mun hagstæðara en á japönsku.
Myndi persónulega samt ekki taka nýrri eða eldri Clio. Bara Mk2 bíl og þá helst 1.4.
http://www.parkers.co.uk/cars/reviews/renault/clio/hatchback-1998/