takk kærlega fyrir það

þetta er ágætis project, en ekkert í sérflokki neitt, og síst merkilegri en nokkrir aðrir sömu tegundar sem er búið að græja hérna á skerinu,
þegar hann kemur á götuna núna í sumar vonandi þá get ég nú ekki sagt að hann sé að fullu eins og ég ætlaði mér. en það vantar nú svosum ekkert mikið upp á. en hann er allavega allur orðinn mjög í samræmi við sjálfan sig, og ég varð mjög ánægður þegar ég keyrði hann loksins að finna hvað fjöðrunarbreytingarnar hafa gerbreytt bílnum í hegðun og reyndar hvað skemmtilegast að bíllinn er eins og nýr og óslitinn bíll í akstri. en eitt af aðalmarkmiðunum var alltaf að búa til góðan bíl, sem væri hægt að njóta þess að keyra.
svona breyttir bílar eru aldrei betri en sá sem setti þá saman, og sannleikurinn er sá að flestir breyttir bílar sem ég hef keyrt eða verið innanum hafa í raunini verið bílar sem var búið að eyðileggja á einn eða annan hátt. og það oft bílar sem hafa verið umtalaðir sem voða kerrur