Smá öppdeit á þennan
Eftir að hafa notað bílinn sem daily síðari hluta ágústmánaðar fór að bera á vandamáli sem fólst í því að hitamælirinn fór að rísa óeðlilega mikið, stundum alveg í botn þó svo að ekkert benti til þess að bíllinn væri að ofhita sig.
Í framhaldinu hvíldi ég bílinn í ca. 2 vikur og þá varð hann rafmagnslaus. Ég veit ekki hversu oft í haust ég reyndi að starta bílnum með öflugustu græjum, hlaða geyminn o.s.frv. en allt kom fyrir ekki, ég náði engri hleðslu á geyminn og bíllinn fór aldrei í gang. Þegar ég var að kominn að því að kaupa nýjan geymi þá tókst sérfræðingunum á smurstöð Shell á Laugavegi að ná hleðslu á geyminn eftir 2 sólarhringa hleðslu. Seinna komst ég að því að hluti af vandamálinu fólst í því að þjófavörnin var á en þá er nánast útilokað að starta bílnum
Ég keyrði bílinn örlítið í október en þetta hitapromblem pirraði mig svakalega, þó svo að ég væri nánast handviss um að þetta væri bara mælirinn (var búinn að finna nákvæmlega eins sögur á erlendum spjallborðum).
Fyrir hálfum mánuði fór ég svo með bílinn í smá treatment til Fannars F2 og ég fékk hann til baka í kvöld. Ég er algjörlega í skýjunum með bílinn eftir heimsóknina
Það sem Fannar gerði er eftirfarandi:
1. Skipti ógeðslegu afturljósunum út fyrir hefðbundin ljós, þetta er mjög smekkleg breyting.
2. Lækkaði bílinn að aftan (hann var slammaður að framan fyrir). Þetta kemur fáránlega vel út.
3. Tengdi fyrir mig útvarpsloftnetið
4. Liðkaði stýrið sem var mjög stíft.
5. Mældi allt rafmagn með tilliti til útleiðslu, vandamálið er alternatorinn.
6. Skoðaði hitapromblemið. Vandamálið var sem betur fer bara bilaður mælir og skipti hann því um mæli fyrir mig.
7. Skipti um tímareim
Síðan er ég búinn laga læsinguna fyrir skotthlerann sem þýðir að hann leggst miklu betur að, það hefur það í för með sér að bensínlyktin er öllu minni inn í bílnum.
Það sem Fannar ætlar að gera í næstu heimsókn er eftirfarandi:
1. Skipta um alternator
2. Skipta um stýrismaskínu (hún hefur mögulega laskast í tjóni fyrir nokkrum árum).
3. Setja flautu í bílinn (hana vantar).
Annað sem er á dagskránni á næstu dögum og vikum:
1. Einkanúmer (sæki það í US í fyrramálið).
2. Létt filmun á afturrúðu.
3. Rétta og mála síls.
4. Smekklegar hliðar merkingar.
5. Láta glæra húdd og topp.
Síðar langar mig til þess að öppgreida felgurnar, en þessar felgur heilla mig mest í dag

Þegar allt ofangreint er klárt held ég barasta að ég verði nokkuð sáttur

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual