hjolli wrote:
ég hefði skilið það ef að hann ætti heima þarna og væri að nota þessa íbúð. þetta fólk býr ekki í bænum. ég hefði væntnlega tekið þetta ef að fólkið hefði flutt þarna inn strax. íbúðin er tóm og geymslan er tóm. sonur þeirra er að fara að vera þarna í vetur þegar skólinn byrjar.
ég veit að ég átti að vera löngu búinn að sækja þetta..
en þar sem þetta er ekki fyrir honum og hann ekki búinna ð hringja einu sinni til að byðja mig um að sækja þetta. finnst mér þetta bara fáránlegt.
meðalgreint fólk hefði samt áttað sig á því að þetta væri Ekki bara Drasl.
Það er bara mjög skiljanlegt að maður sem kaupi íbúð hendi því drasli sem
fyrri eigandi skilur eftir.
Mátt þó þakka fyrir að hann hringdi í vin þinn - meira en hann þurfti að gera.
Maður les það svona milli línanna hjá þér að þér finnist það bara alveg eðlilegt að
þessi maður sé að stússast í að hafa upp á þér, jafnvel færa dótið þitt milli
geymslna og að það skipti einhverju máli í hvað og hvenær hann noti geymsluna.
Svo þetta komment með að þú hafir stoppað hann af þegar hann þó
reyndi að segja þér hvar draslið væri. Lýsir frekar miklum derringi af þinni hálfu.
Bottom lineið er að þú skildir þitt dót eftir í tvo mánuði án þess að ná í það,
eigandinn búinn að hringja í vin þinn og þú nærð samt ekki í það.
Kommon - þetta er bara þitt tap og vandséð af hverju einhver ætti að bæta þér það.
PS. Skil alveg að það sé súrt að tapa verðmætum en þetta er alfarið þitt mál.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...