Reiðhjól eru jafn rétthá bifreiðum á götunum en eru "gestir" á gangstígum, það er líklega það sem vakir fyrir mörgum hjólareiðamönnum. Einnig er til eitthvað sem heitir að taka ríkjandi stöðu á akreininni til að tryggja að hjólamenn (líka bifhjólafólk) fái sitt rými á götunni, sumir ökumenn keyra hjólareiðmenn nánast niður ef þeir eru út í kannti.
Svo má ekki gleyma því að gang- og hjólreiðastígar eru oft illa eða ekkert ruddir svo hjólreiðamenn neyðast til að hjóla út á götu, þar sem þeir hafa jú fullan rétt til þess. Persónlulega hjóla ég helst aldrei út á götu nema í brýnustu nauðsyn og þegar ég geri það held ég mig eins nálægt kantinum og ég get svo bílar eigi auðvelt með að komast framúr.
Held að þið þarna lötu fituhlunkar ætu nú bara að skoða það að kíkja aðeins á reiðhjólið í stað þess að væla yfir því að það sé einhver fyrir bíldruslunum ykkar. Mér blöskrar oft þegar ég hjóla t.d. Miklubrautina og það er 20bíla röð stopp á ljósum og aldrei fleiri en 1 í bíl

Hvað varðar upprunalega póst þráðarins þá hef ég aldrei skilið hvað heiðarlegir menn eiga að sjá spennandi við Hells Angels. Um að gera að lögreglan reyni að stöðva þetta rugl í fæðingu.