HP eða Dell ef þú getur borgað fyrir það, Toshiba ættu að vera góðar og Lenovo eru miklu skemmtilegri en forverinn IBM.
HP lenti í gæðavandamáli með fartölvurnar sem þeir eru að mínu mati komnir yfir og því með bestu tölvum sem fáanlegar eru í dag.
Toshiba hafa alltaf þótt góðar vélar. Toshiba hefur lang mestu reynsluna í framleiðslu fartölva enda voru þeir nánast einráðir á fyrirtækjamarkaði á sínum tíma og hafa margar tækninýjungar í fartölvum, sem okkur þykir sjálfsagðar í dag, komið frá Toshiba. Hef aldrei átt eða unnið á Toshiba fartölvu en hef ekki heyrt neitt slæmt um þær sem var ekki "user-error" tengt
Í vinnunni hjá mér hafa HP, Dell og IBM/Lenovo nánast eingöngu verið notaðar (auk Apple - sem er önnur saga...).
Á sjálfur HP & Acer og var Acer-inn nánast ónothæf þangað til að ég eyddi út öllu Acer-draslinu sem fylgdi henni. Hefur verði að mestu leyti til friðs síðan en staðsetningin á touch-padinum á vélinni minn er gjörsamlega óþolandi, alltaf að reka mig í hann svo að ég verð að slökkva á honum þegar ég slæ inn texta
HP vélin er komin til ára sinna en er alltaf hægt að treysta á að hún fari í gang og vinni snuðrulaust þó gömul sé. Reyndar hrundi harði diskurinn eftir 5 ára notkun en ég setti bara annan og stærri í í staðinn sem var ekkert mál.
Packard Bell eru með flotta spekka en þekki nokkra sem eiga slíkar vélar og - þvílíkur hausverkur
Rafhlaðan t.d. ónýt nánast strax - en n.b. það getur vel hafa lagast með tímanum...
Lenovo ThinkPad vélarnar eru að koma vel út. IBM ThinkPad, forveri Lenovo vélanna, voru endingagóðar vélar en með hundleiðinlegu lyklaborði og óþolandi IBM hugbúnaði sem maður þurfti að henda út sem fyrst. Að auki var IBM aldrei með það allra nýjasta í vélunum sínum (vildu frekar vera "robust").
Lenovo hefur augljóslega breytt þeirri stefnu, nú fást nýjustu örgjörvarnir, minnið, skjákortin etc. í Lenovo.