arnibjorn wrote:
bimmer wrote:
Mér líður nú eins og að Steingrímur og co verði nú ekki lengi að gera slf jafn óhagstætt
og ehf þegar þeir sjá hvað margir fara í slf????
Félagaréttarkennarinn minn kallaði slf. "Gat á girðingunni" eftir þessa nýju löggjöf og að þessu ætti eflaust eftir að verða breytt
Þetta var víst aldrei notað en varð algjör sprengja í janúar 2010.
Fyrir nokkrum árum var heildar skattlagning 26% á ehf. en 26,02% hjá sf. og slf.
Þessi félagsform áttu upphaflega ekki að bera mismunandi skatt.
Enda er t.d. vitlaust að vegna þessara nýju reglna þá hafa einstaklingar eða hjón ekki sama rétt hvað skatta varðar. Frekar illa hugsað að mínu viti.