gunnar wrote:
Myndi taka:
Mazda3
Toyota Corolla Hatchback 2002-2004 (góðir bílar að mínum dómi, máttlaust en þægilegt að keyra þetta) - Alls ekki taka 1.6 bílinn samt, stórgallaðar vélar.
Ford Focus nýrra módelið, fínir bílar, rosalega þægilegt að keyra þá. Spurning með endursölu.
Annars er lítið í stöðunni fyrir þig á þessu verðbili, finnst alveg hrikalega lítið spennandi á þessum prísum (hef einmitt verið að skoða bíla á þessu verðbili með svipuðum áherslum)
Edit:
Gleymdi líka að minnast á það að það er alveg skoðandi að reyna að fókusa á bíla sem fólk hefur ekki kannski áhuga á, veit þetta hljómar furðulega, en núna í dag hefur td. Corolla, Yaris, Subaru, Golf ofl rokið upp í verði í kreppunni og jafn dýrir núna sumir eins og vel fyrir hrun.. Td eins og Yarisinn, verðlagningin þar er alveg út á túni (framboð - eftirspurn). Eins og ég nefndi þá gæti alveg verið áhugavert að reyna við einhverja bíla sem fólk heldur að séu tómar bilanatíkur en reynast kannski ágætlega ef maður hugsar um þetta. Samanber það sem JOGA nefndi með franska rennilásinn sinn.
Algjörlega sammála þessu að öllu leiti. Alveg ótrúlega leiðinlegt úrval í þessum verðflokki.
Þetta er samt bara millibilsástand (vonandi) og því er ég helst að leita eftir bíl sem selur sig sjálfur þegar að því kemur.
Ætli maður endi samt ekki bara í E36, E39 eða E46 ef að maður finnur skikkanlegt eintak á sæmilegum prís
