Zed III wrote:
Svezel wrote:
Fór að pæla dálítið í þessari vegalengd árið 2008 en þetta eru um 18km fram og til baka. Síðan þá hef ég hjólað í vinnuna öll sumur en núna um áramótin fjárfesti ég í nagladekkjum undir hjólið og ætla að hjóla eins og ég get í vetur líka (fór nokkrum sinnum fyrir áramót en hálka á ónegldu reiðhóli er ekki að gera sig).
Ég er að spara mér yfir 2000kr á viku með því að hjóla í vinnuna og svo þegar ég segi upp ræktarkortinu (5k á mánuði) sem ég nenni hvort eð er ekkert að nota þá verður þetta sparnaður upp á c.a. 15þús kr á mánuði ef ég hjóla á hverjum degi. Mér finnst nú ólíklegt að ég hjóli á hverjum degi allt árið (t.d. í morgun var ógeðis rok svo ég fór á bíl) en þetta mun samt enda í sparnaði upp á 150þús kr á ári. Það má alveg gera eitthvað sniðugra við þann pening en að keyra í vinnuna...
uss, þú missir af svo mörgum góðum tækifærum á að nota m roadsterinn.
maður verður nú að setja peningana í eitthvað.
Ég hef farið þrisvar sinnum á honum í vinnuna á 4árum svo það er ekki af neinu að missa þar

Vil helst setja peningana mína í eitthvað sem ríkið
hyrðir ekki meira en helminginn af