Bjarkih wrote:
Ef einhverjir sem búa á eyju ættu að hafa tilefni til að vera fúlir þá eru það Hríseyjingar og Grímseyjingar, sama sveitarfélag og Akureyri, allt draslið sameinað en þurfa að borga ferjugjöld eða flug á milli.
Svo má bæta því við svona til gamans að vestmannaeyjingar virðast eiga skítnógan pening, hafa allavega efni á að reka dagblað með yfir milljarð í tap á ári

Vestmannaeyjar eru ekki reknar með fé frá Guðbjörgu Matthíasdóttir, hún borgar ekki fyrir ferjusiglingar milli lands og eyja eða leikskólapláss fyrir börn í eyjum.
Þannig að hvort að hún eigi dagblað sem að er rekið með stórfelldu tapi kemur málinu ekkert við, það er hennar buisness ekki Vestmannaeyjinga.
En ég held samt að það séu ansi fáir eyjamenn sem að vilja fá ókeypis í skipið, en staðreyndin er nú samt sú að þegar að siglt var til Þorlákshafnar þá voru fargjöldin orðin gríðarlega há miðað við að þetta er skilgreint sem þjóðvegur milli lands og eyja.
En eftir að Landeyjahöf var tekin í notkun hafa fargjöld lækkað og, að ég held, allir nokkuð sáttir.