Ósköp eru þetta kjánalegir útreikningar hjá ykkur.
Mín skoðun á þessu er sú að versta mögulega brot er að fara yfir á rauðu og að keyra fullur. Það sýnir nákvæmlega enga virðingu fyrir náunganum og er auðvitað STÓRHÆTTULEGT.
Hinsvegar getur það komið fyrir að maður haldi að maður nái, eða þá að maður drekki einn eða tvo og svo líður talsverður tími og maður telur sjálfur af maður sé OK, en er svo tekin fyrir ölvunarakstur.
HINSVEGAR ef að menn eru ítrekað staðnir að svona brotum ásamt ökuleyfissviptingum af öðrum ástæðum þá sé ég nákvæmlega EKKERT að því að svipta menn prófinu til æviloka - þeir hafa augljóslega ekkert við það að gera og meta það ekki mikils heldur!
En hvað varðar kjánalega útreikninga þá vildi ég nú með mínu dæmi sýna eins og hér fyrir ofan að ekki er allt sem sýnist.
PS, ég sagði líka að ég hefði alltaf haldið að þar væri 50 kmh, ég sagði ekkert um á hvaða hraða ég ók
Svo vil ég benda á það að ég er samkvæmur sjálfum mér í þessum efnum þar sem ég hef hér og annarsstaðar haldið því fram að mjög víða sé hámarkshraði of lágur. Ég fæ því ekki slæma samvisku af því að keyra á sama hraða og allir hinir þó hann sé ólöglegur samkvæmt gildandi umferðarlögum. Það er nefnilega til aðrar reglur, t.d. siðferðilega og ein reglan er sú að ef að þorri fólks fer ekki eftir lögunum þá eru þau ólög
Annars tel ég núverandi punktakerfi virka ágætlega.