HPH wrote:
Vá hvað ég fæ alltaf svona klígju af svona hljóðfæra nauðgurum sem er rosalega góðir að spila en þeir spila bara beinlínis eitthvað sorp og sérstaklega fólk sem er að reyna veira eins og þeir og spila þetta en þá verr. afhverju geta ekki frábæri hljóðfæra leikarar spilað eitthvað töff og skemtilegt.
Hvað á að segja þegar svona spekingar stíga fram

Ég skal reyna útskýra hvernig þetta horfir við mér.
Þegar hljóðfæraleikarar ná vissri færni á hljóðfæri þá fara þeir að hlusta öðruvísi. það sem þú kallar nauðgun á hljóðfæri er í raun gífurlegt tæknilegt vald yfir hljóðfærinu. Það er ekki það sama og vönduð músík að hafa góða tækni. Þetta myndband er tekið á trommarasamkomu til heiðurs Buddy Rich. Á þessari samkomu voru stúkur fullar af trommurum sem langaði að heyra menn "burna" á trommusett og þessir heiðursmenn (Weckl, Vinnie og Gadd, ásamt fleirum) gerðu það fyrir sýna aðdáendur. Það ætti að setja þetta í context fyrir þig.
Nú að þeirri staðhæfingu að þú fáir klígju yfir því að fólk skuli æfa sig á hljóðfæri til að geta spilað eins og hetjurnar sem þeir hlusta á en geri það svo ekki eins vel. Ef þú hugsar aðeins um þetta þá held ég að jafnvel þú getir áttað þig á hversu fáránleg þessi setning er.
Nú skulum við tækla þá vangaveltu "afhverju geta ekki frábærir hljóðfæra leikarar spilað eitthvað töff og skemtilegt." Þarna ertu í raun að segja, afhverju geta ekki frábærir hljóðfæra leikarar spilað eitthvað sem
mér þykir töff og skemmtilegt. Afþví að þú ert þungamiðjan í heiminum og allir ættu að taka tillit til þín þá ert þetta eðlileg spurning. Afhverju í ósköpunum geta þeir þetta ekki? Afhverju er til músík sem aðrir hafa gaman af? Afhverju er heimurinn svona fullur af fólki sem skilur ekki hvernig þú villt að hann sé?
kv,
Tombob