BlitZ3r wrote:
Eru enginn wwII Destryoer skip enn á lífi í dag eða allt farið í brotajárn ?
Stór hluti Kriegsmarine var sprengdur í kringum stríðslok, eða sökkt af yfirmönnum um borð. Eftirlifandi skip fóru flest í brotajárn (sérstaklega ef ástandið á þeim var slakt, ef ekki var þeim oft misþyrmt þar til skipið varð bara brotajárn) og svo deildu sigurvegararnir þeim á milli sín. Skipin sem Bandamönnum tókst ekki að sprengja enduðu flest svona:

Mig minnir að nasistar hafi ekki viljað að skipin kæmust í rangar hendur og sáu þeir því um að sökkva þeim.
Hérna sérðu leifarnar af Prinz Eugen, sem síðar fékk nafnið USS Prinz Eugen og var þá notaður í kjarnorkutilraunir. Við þessar æfingar, þá kom gat á skrokkinn sem reyndist ómögulegt að gera við útaf geislavirkni.
Eitthvað er eftir af U-kafbátum.
U-995
Er á sjóhersafni í Laboe. (myndin er linkur)
U-505
Er á safni í Chicago
U-534
Er á safni í Englandi. Var skorinn niður í fimm bita til að auðvelda flutning og til að geta sýnt skipið betur.
U-2540
Eini XXI U-báturinn sem flýtur í dag. Þetta er 'nýjasta' týpan, var tekin í notkun 24. febrúar - semsagt rétt fyrir stríðslok. Skipið var aldrei notað, en svo sökktu Þjóðverjar því þann 4. maí. Í dag er það til sýnis í Þýskalandi (ýta á mynd til að sjá link).
Það er fullt af breskum og bandarískum skipum eftir á floti, en frekar lítið af þýskum.