
Samt segi ég . .
Ef að þú hefur nóg frítíma og nóg áhuga ásamt mikilli þolinmæði og þrautseigju = Prufaðu Linux
Ef að þú hefur ekki nóg frítíma né áhuga og stutt í geðveikina hjá þér = Ekki prufa Linux
Líka , ef að þú hefur engan sérstakan áhuga á að læra neitt um tölvur , þá myndi ég ekki prufa Linux.
Ég hef nú gert hitt og þetta í ubuntu og fiktað og fiktað. Get ekki sagt að ég sé alveg heillaður , til dæmis finnst mér hardware support bara ekki ennþá orðið nógu gott í ubuntu.
Það er margt gott en það sem hét basic hjá mér , var bara ekki að virka , til dæmis flash , það var ekki hægt að stóla á það , hljóð í ubuntu , alltaf skyldi það vera vesen ,
Til dæmis er terminal sandkassi fyrir þá sem að finnst gaman að fikta . .
Mér fannst mjög gaman að skrifa inn hluti og sjá hitt og þetta breytast , tók oft mjög stuttan tíma,fáar línur að gera mjög afgerandi hluti.
Finn nokkra galla við ubuntu , en þykir líka vænt um það , svo er það líka öruggt, ódýrt , æði , og með helling af hjálp í boði ef að menn nenna að leita , svo er saga Linus torvalds mjög áhugaverð. Til dæmis æska hans.
Fólk ætti að kynna sér þetta.