Þessu snjó er ansi misskipt. Lítið sem ekkert hérna í sandgerði enda gefur beint af hafi í vestanátt. Aftur á móti fór ég upp á keflavíkurflugvöll og þá þyngdist færið töluvert, fór síðan út í Garð frá Keflavík og sá vegur var mjög þungfær kl 8.30 í morgun, á þessum hring voru 20bílar útí móa eða fastir.
Á Garðskagaveginum voru 5 bílar fastir í einni kássu á miðjum vegi og jeppafært einbreitt framhjá.
Kaflinn á reykjanesbrautinni, frá fitjum upp stapa liggur mjög illa við vestanátt og þrengingarnar vegna brúarsmíði gera illt verra.
Skaflar í Garðinum voru komnir í 2metra núna kl 11 .... Hilux bara sáttur :Þ
siggir wrote:
arnibjorn wrote:
Aron driftaði Á MIG í gær... það var helvíti hart!

Það er hart að vera harðfiskur.
Ég fann nú ekki allan þennan snjó sem fólk er að tala um. Skutlaði bróður mínum í skólann í morgun. Tókum góðan rúnt um Hafnarfjörðinn fyrst og fundum enga skafla.
Mér finnst Íslendingar orðnir óttalegar kellingar með snjóinn. Það snjóar 10cm og allt fer á hliðina. Löggan með viðvaranir og allt.