bebecar wrote:
Og ríki en ekki fylki - fannst ég vera orðin smá útundan hérna...
ANnars væri það bandafylkjaforseti, alfylkisstjórnin, alfylkislögregla o.s.frv!
Hljómar asnalega ekki satt?
Jú, hljómar asnalega og mér finnst alltaf jafn fyndið þegar ég fer að rökræða þetta við fólk. "Banda
RÍKIN... !" -"Ahh, já þú meinar..." heyrir maður þá.
Aldrei heyrir maður neinn tala um Bandafylki Norður Ameríku enda bara gjörsamlega út í hött, sbr. bandafylkjaforseti
Það eru nokkur atriði sem geta gert mig gjörsamlega brjálaðan að heyra

Ég þoli ekki þegar fólk segir:
talva (tölva)
pulsa (pylsa)
túmatur (tómatur)
skenka (skinka)
Þegar fólk talar um að e-h fari í "pirrurnar á sér", pirrur, hvað er það ef ég mætti spyrja
Og síðast en ekki síst þegar fólk talar um myndgæði í t.d. mpeg skrám og talar um "slæm gæði", "léleg gæði" eða "góð gæði".
Hvernig getur orðið "gæði" sem merkir eitthvað gott verið slæmt eða lélegt. Og að segja "góð gæði", það er nánast eins og að segja "gott gott"
Að sjálfsögðu talar maður bara um mikil eða lítil gæði.