fart wrote:
///M wrote:
er þessi rauði ekki automagic ? það er bara gay að kalla það einhverja drift maskínu
Minnir að það hafi bara einn af þessum 5-6 200sx bílum sem IH flutti inn sem var Automatic, sá var vínrauður.
Hinir 4 vínrauðu, 1x gyltur og 1x heilrauður voru Manual
Það var fluttur síðan inn rauður 300zx af IH og sá var Automatic.
þú gætir verið að rugla þeim saman.
Þetta er, held ég bara, alveg rétt.
Ég hef átt 2 af þessum vínrauðu. Reif einn (KF-924) og hinn var slappur ssk (KF-922).
Svo keypti ég restina af þeim 3 vínrauða (KF-925) þ.e. vél, kassa drif og fleira. Sá bíll dó á ljósastaur fyrir nokkrum árum.
Átti líka þennan gulllitaða. Hann var keyptur nýr af Fjölni Þorgeirs og er enn nokkuð heill boddýlega séð.
Svo hef ég átt 2 í viðbót í öðrum og betri klassa en þeir voru fluttir inn notaðir annar af mér.
Einnig er ég ný búinn að selja S14 bílinn minn.
Þetta eru mjög skemmtilegir bílar en það sem ég get helst sett út á er drifið sem er ekkert spes þó það sé læst (Tregðulæsing (VLSD)) og orginal fjöðrunin er svolítið bouncy. En það er svo sem auðvelt að finna út úr því.
Hér eru nokkrar myndir til að lífga þetta við:
Gulllitaði
Hvíti 1993 árgerð (ekinn 66þús þegar ég flutti hann inn 2004)
S14 bíllinn 1996 árgerð. Mjög skemmtilegur líka:
