Mér sýnist maður verða að hækka bugetið svolítið til þess að verða virkilega sáttur, a.m.k. 2+, og eins og ,,spiderman" benti réttilega á þá virðast Boxsterarnir vera að fara á fínum prís í stóra landinu, var að horfa á einn '98 ekinn 40 þús. mílur fara á innan við milljón rétt í þessu á ebay!
...og það er bara einhvern veginn þannig þó svo að það sé barnalegt, að keyra um á nýlegum Porsche er friggin' töff

Reyndar hef ég ekki ekið svona Boxster, en engu að síðri sitið góðan hring í svona ,,S" og líkaði gríðarlega vel.
Varðandi SLK-inn þá held ég að hann sé alveg út úr myndinni, langar einhvern veginn ekki aftur í Benz, nema hann sé a.m.k. með 6cyl, og þá erum við komnir í dýrari pakka, þ.e. SLK32 AMG.
Roadsterinn er alltaf svalur og eflaust ódýrastur af þessum bílum þannig séð, spurning bara um að detta niður á þann rétta. Og já, þá veit ég að M iz da bomb', en maður verður stundum að kunna sér smá hóf í ,,praktískum" bíl, tala nú ekki um þar sem ég þarf að nota bílinn sem daily driver og má ekki við miklum skakkaföllum, þ.e. varðandi rekstur og viðhald.
Varðandi Audinn, þá held ég að 4wd 225hö fisléttur, sé helv. skemmtilegt leiktæki, en varla jafn ,,solid" og hinir sem standa til boða.
Síðan reyndar hef ég verið að spá í nýjum MX5, vitið þið e-ð hvað þeir eru að kosta t.d. nýjir frá Brimborg, ekkert framboð af þeim notuðum á markaðnum.