Kristjan wrote:
Ég er að borga síðustu afborgunina af minni greiðsludreifingu. 2005 var ansi dýrt undir lokin fyrir mig.
Það er dálítið fyndið að sjá að danirnir eru eiginlega að byrja á þessari "menningu" sem íslendingar hafa verið að reyna að koma sér út úr, yfirdrættir, greiðsludreifingar og veltukort.
Svo koma auglýsingar hér þar sem þú getur keypt raftæki án útborgunar, flatskjáir eru geysilega vinsælir. Málið er bara að lögin í DK kveða á um að það verði að sýna heildar kostnaði þeirra leiða sem þú auglýsir - þannig að það er alltaf auglýst staðgreiðsluverð sem að í þessu tiltekna tilfelli var 120 þúsund ISK en svo gast líka keypt tækið á 82 mánuðum (eða álíka, man ekki nákvæmlega) og borgað 3000 kall á mánuði (man heldur ekki upphæðina enda er það ekki pointið) en þá var heildarkostnaðurinn fyrir flatskjáinn MEIRA EN TVÖFALT HÆRRI, eða um 270 þúsund!
