IceDev wrote:
Ég get fúslega viðurkennt að ég hafi aldrei á minni ævi keyrt Crossfire
Ástæður hvers vegna að ég kallaði Crossfire hrottaleg kaup ( Afsakaðu ef þetta særir þig, það er ekki meiningin Spider )
Kostir:
Spoiler sem fer upp á ferð
ööö.....
hmmm....
Spes útlit ( Vekur athygli )
Gallar:
Dýr, dýr dýr hér á landi
Power 215 hö 3.2 lítra vél
6.5 sek í 100
Power to weight ratio á miðað við Z3
Innrétting
53/47 þyngdardreifing
Spes útlit ( Vekur athygli )
Byggður á það sem ekki var talist "Driver's car"
Ekki eins "prestige" merki ( Hey, það er satt )
Ég tel t.d Z3 coupe hafa margt fram yfir hann og er auðvelt að lista upp hvers vegna
Kostir:
321 HÖ á 3.2 lítra vél
5.1 sek 0-100
Power to weight ratio
50/50 þyngdardreifing
Ódýrari
Spes útlit ( vekur athygli )
Byggður af Z3 M Cabrio
Meira "prestige" merki
Gallar:
Spes look ( vekur athygli )
Vill lendi í subframe tear
Nú veit ég ekki með handling á Crossfire né M coupe, ég hef hinsvegar prufað Z3 coupe og leist mér nokkuð vel á
Ég ákvað að skella því ekki í kosti né galla, þar sem að ég get ekki lagt raunlægt mat á það hvor er betri hafi ég prufað þá hvoruga
Hinsvegar á pappír þá lítur án efa Z3 M bíllinn betur út og tel ég þess vegna Z3 coupe vera betri kaup
Þegar að hægt er að velja á milli þessa tveggja og að hægt er að fá örlítið eldri bíl töluvert ódýrara með þessum specs
Þá á ég amk ekki í vafa með að velja
Þetta er svona það helsta
Get að nokkru leyti verið sammála þessu, mér finnst M coupe vera mjög gæjalegur bíll með brjálaða aksturseiginleika miðað við video og umsagnir. Verst að bíllinn hér á landi hefur bara ekkert verið til sölu í nærri 5 ár en sagan segir að hann hafi fengist á góðu verði staðgreitt þá. Þar sem sá bíll er svo lítið ekinn og í fáránlega góðu standi þá bíð ég spenntur eftir því að hann detti á sölu, þetta er einn af þeim bílum sem manni langar til þess að kaupa og eiga í skúrnum alla ævi

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual