Nýlega lenti vinnufélagi minn í því að aka ofan í holu í Vatnagörðum sem myndaðist eftir að verktaki hafði þurft að saga götuna í sundur til að setja vatnslögn í gegn, nema hvað að hann fór í tryggingarfélag Reykjavíkurborgar og þá kom upp sú staða að þeir vildu gera við felguna en ekki borga hana út. Þetta er 18" AMG felga. Félagi minn vildi ekki sætt sig við það og fór í sitt tryggingarfélag og þeir sögðu að hitt trygginarfélagið ætti rétt á að gera við felguna ef það vildi en það eina sem hann gæti gert væri að setja út á viðgerðina. Það var gert og eftir nokkrar kvartanir og endurtekna viðgerð þá mátti hann halda felgunni og þeir borguð nýja felgu.
Veit þetta segir ekki neitt um hvort tryggingarfélag getur stolið bílnum af manni og rétt manni 40 kall eða ekki en fáðu lögfræðing hjá FÍB til að skoða málið fyrir þig.
EKKI GEFAST UPP.
