Takk fyrir kommentin
Ég tók myndirnar á Fuji Finepix vélina mína, ég keypti mér 350D í síðustu
viku en kann bara ekki shit á hana, kann einhver að stilla white balance
sem gæti kennt mér á það?? get bara gert það manual

þ.e. "x-y hnita" val..
Já, kittið fer í sprautun á mánudag, þannig þetta verður vonandi allt tilbúið
fyrir næstu helgi.
Varðandi GT2 og GT3 og að það séu tvö sæti í þeim.., ef menn troða
veltibúri í bílinn þá fækkar sætunum, aftursætin eru í raun bara sessur,
í raun svipað og sólstóll.
Ég myndi ALDREI vilja þennan bíl fjórhjóladrifinn!
Það væri gjörsamlega til að eyðileggja stemminguna og að auki myndi ég
aldrei vilja tiptronic í þennan bíl nema um væri að ræða Turbo.
M.ö.o. er ég drullusáttur við skiptinguna(var það ekki fyrst) og bílinn í
heild, vantar bara leiksvæði, að aka bílnum er í raun svolítið krefjandi,
kúplingin og öll keyrsla "biður" svolítið um að maður hamist, veit ekki
alveg hvernig ég á að útskýra þetta.. að aka bílnum í einhverju "nulli" er
ekkert að ganga upp..
-----------------
Annars er ýmislegt búið að fljúga í gegnum hausinn á mér varðandi hvorum
bílnum ég mun halda

Veit ekki alveg hvað ég á að segja..
Eins og staðan er í dag þá ætla ég að halda báðum, langar aðeins til að
leika mér. En þegar nær dregur sumri mun ég auglýsa Porscheinn, hvort
sem hann selst eða ekki veit ég ekki. Tel fullvíst að mér takist það ef ég
vill en nánast ógjörningur að selja bílinn sem ég tek upp í, svo mikið er til
af bílum á markaðinum í dag, mikið af mjög flottum bílum!
Hinsvegar sagði mamma mér að eiga Zetuna

, kærastan mín líka, mamma
hefur aldrei haft skoðun á þessum málum hjá mér þannig þetta fannst
mér afskaplega eftirtektavert
Ég held að það þurfi ekki að taka það fram en zetan er miklu flottari bíll
og satt að segja er meiri fílingur að sitja í honum þó aflið sé töluvert
minna. En það er alveg á hreinu að ef ég held Zetunni þá fer
supercharger í hana!
..en um leið og kittið verður komið á bílinn þá tek ég fleiri myndir !! Og þarf að
taka mig til og leyfa mönnum að prófa, það eiga nokkuð margir inni hjá
mér góðan hring..
Það hvíslaði í mig lítill fugl að það yrði sportbílasýning upp í B&L á
vordögum, og það verður áhugavert hvað verður þar til sýnis !
