Einsii wrote:
Kristjan wrote:
Ef þetta dregur úr mengun þá væru ALLIR bílar með þetta miðað við hvað mengun er mikið vandamál.
Eyðsla er líka vandamál, þannig að ef þetta dregur úr mengun á kostnað 3L/100 í eyðslu þá stekkur fólk ekkert á það.
Hvernig í ósköpunum myndi mengun minnka með meiri eyðslu?
Einsii wrote:
Eitt samt sem ég hef verið að spá, burt séð frá eyðslu eða kraftbreytingum þá er ég forvitinn hvort þetta breyti einhverju með mengun.
Mengar bíllinn sama og ekkert með þennann búnað?
Ef það er þannig fyrir 70.000 er þetta þá ekki ódýrara heldur en að skipta um hvarfakúta undir flestum bílum og koma honum í gegnum skoðun?

Bara svona önnur pæling með þennann búnað.
Vandamálið við þennan búnað er einmitt sá að þú ert að rafgreina vetnið með orku sem er framleidd úr bensínvél. Í þann tíma sem að þú notar þessa græju þá notar bíllinn vetnið sem orkugjafa og því er lítill sem enginn útblástur akkúrat á meðan. Þegar að þú slekkur svo á þessum búnaði og ferð yfir á bensínið aftur þarf alternatorinn að vinna meira og þar af leiðandi hækkar eyðsla bensínvélar á meðan að hún bætir upp fyrir hleðslutap á geyminum. Það þýðir meiri útblástur og veldur sömu ef ekki meiri mengun ef að búnaðurinn væri ekki í.
Það eina sem að þessi búnaður gæti valdið væri aukin eyðsla. Ef að bíll eyðir meira mengar hann meira. Ég vil svo ekki einusinni byrja á að hugsa um hvernig þetta færi með skynjara og þessháttar herlegheit
Þú nærð ekki að rafgreina án orkutaps. Það er talað um að hægt er að ná allt að 50-80% nýtni úr því ferli. Það er því enginn skúrakarl með LED-blæti að fara að ná 100% eða hærra.