Hef farið í þónokkrar jeppaferðir og haft gaman að.
En skemmtilegasta jeppaferð sem ég hef farið var án efa ferð sem ég fór með Braga félaga mínum á þessum hérna:
Vorum að þrífa bílana okkar niðrí vinnu þegar félagi okkar hringir frá rótum skjaldbreiðar og segir okkur að drulla okkur upp eftir
(klukkan var 4 á laugardegi)
Við skelltum okkur útá select og skvettum 100ltr á hann og þrumuðum úr bænum...
Ég í gallabuxum, bol peysu og strigaskóm, og hann eins nema með derhúfu
Þennan dag komst ég að því, sem mig hafði reyndar lengi grunað:
V8 jeppaferðir eru skemmtilegri en aðrar jeppaferðir!!!!!!!!!
á leiðinni niður misstum við framdrifið og þurftum að standa 18 bláa allan tíman, því að ef við misstum niður ferð, þýddi það bara að við yrðum algjörlega stopp!!!
Þannig að það var bara sett í rörið og tekið framúr öllum, og ég hef btw ALDREI stokkið svona hátt/langt eins og við gerðum þarna, brilliant!!!!
Fæ alltaf jeppaveikina við að sjá svona myndir
Þess má svo til gamans geta að þessir 100ltr entust EKKI lengi!!! komum í bæinn og bíllinn hökkti í stæði

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,