
Nimitz carrier, getur flakkað um heiminn með yfir 70 flugvélar um borð. Könum þykir mjög vænt um þessi skip, en aldur þeirra er farinn að segja til sín og er tæknin komin fram úr þeim. Samt í fullri notkun og verða það sennilegast í ansi mörg ár í viðbót.
Svo koma Svíarnir!

Gotland kafbátur með dísil-rafmagns vél. Hljóðlátur og lætur lítið bera á sér og getur veirð á kafi í nokkrar vikur án þess að sækja nýtt loft eða birgðir. Bandaríkjamenn fengu hann að láni með allri áhöfn sinni og notuðu hann í æfingum vs. dísil-rafmagns kafbátum. Í þeim æfingum tókst Gotland að "sökkva" USS Reagan (Nimitz), flagskipi Bandaríska flotans. Þið getið ímyndað ykkur hversu fúlir þeir voru, en kafbáturinn hætti ekki þarna og hélt áfram að sökkva bestu skipum þeirra. Einnig sökkti hann skipum frá öðrum löndum, m.a. frá Frakklandi og Spáni. Eftir að lánssamningur Svía og Kana rann út, framlengdu US menn hann um eitt ár svo þeir gætu haldið áfram að reyna.

Hér er HMS Gotland með USS Reagan, en áhöfn Gotlands er að fara skála með ljóshærðum gellum og setja saman awesome IKEA húsgögn á meðan áhöfn Reagan er að fara í fangabúðir.
