nonni77 wrote:
Sælir,
Ég lét setja þetta í Harleyinn minn rétt eftir að ég keypti hann og þar sem ég er að hjóla reglulega með strákum á samskonar hjólum þá get ég sagt að meðan ég er í 5,7 lítrum þá eru þeir í 7,5-8. Ég geri mér grein fyrir að aksturslag manna er mismunandi og allt það en þetta er samt áberandi munur. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort að það sé umtalsverður munur á kraftinum að því undanskildu að hjólið verður mun sprækara á inngjöf/viðbragði. Er að fara með það í Dyno fyrir sumarið og skal pósta niðurstöðunum þegar þær liggja fyrir.
Aksturslagið óbreytt?
Ég þekki einn sem tók húsið sitt í gegn og setti í það þrefalt gler til að minnka háfaða frá umferðagötu sem lá framhjá húsinu, sölumaðurinn talaði um að það væri svo hitaeinangrandi líka að hann kæmi til með að sjá stórmun á hitaveitu reikningnum.
Kallinn gerði það líka, því hann eyddi öllum stundum í að passa upp á ofnhitastilla og að kæla herbergi sem ekki voru í notkun eða kæla húsið þegar hann fór úr því í einhvern tíma.
Hlutir sem hann hafði ekki verið að standa í áður.
Sami maður fékk sér svo Prius, því hann eyðir svo litlu, og auðvitað gerir hann það því kallinn starir meira á eyðslumælinn en veginn fyrir framan sig í keppni við öll lögmál eðlisfræðinnar.
Ég er bara að seigja að ef maður þráir nógu mikið að sjá árangur þá oftast sér maður árangur.