ég geri nú ekki ráð fyrir því að þetta heilli marga hérna, en þurfum við ekki allir að hjálpast til við að halda kraftinum á lífi
er búinn að vera dunda í einum garm síðustu misseri, ég hef nú átt nokkra svona bíla í gegnum tíðina, flesta meðan þeir voru mun yngri og fínni en þeir eru taldir í dag, en mundi vel að þessir bílar meiga eiga það að það er alveg sérlega gott að keyra þessa bíla, fara gríðarlega vel með mann,
og þrátt fyrir að þeir hafi verið dáldið þjakaðir af vandamálum í byrjun, og kom upp ryðvandamál með þá, þá er það nú samt þannig að flestir þessir bílar eru ennþá til, og margir hverjir orðnir eknir alveg gríðarlega mikið,
þessir bílar hafa samt reynst mér afar vel,
ég tók annan svona bíl upp í fyrr á árinu, 97 230 bíl, orðinn mikið keyrðann og svona í lúnara lagi, en það breytti því ekki að það var alveg sérlega gott að keyra hann, frúinn tók alveg þvílíka ást fóstrinu við honum,
ég ákvað þá að reyna finna annan sem væri betur til þess fallinn að taka í gegn og búa til fínan bíl handa henni
datt niður á þennan, þetta er E320 4matic, 7 manna wagon, 2 eigendur frá upphafi, allar þjónustubækur og ekinn aðeins 150þús, sem er orðið ansi fáheyrt með þessa.
bíllinn er alveg stapp loadaður, leður, rafmagn og minni í sætum stýrissúlu, sjúkrasæti, bose hljómkerfi með magasíni, digital miðst, xenon, hiti í öllu, sls fjöðrun,glerlúga sími og margt flr
bíllinn var búinn að vera stopp einhverja mánuði vegna þess sem var áætlað að væri dauður sviss, þessir bílar eru komnir með sama plastkubba lykilinn og nýju bílarnir og þ.a.l er 300þús kr+ dæmi að skipta um sviss í þeim,
bíllinn stóð inni í portinu við lögreglustöðina á hverfisgötu, og var í raun alveg pikkfastur þar, þar sem það var ekki hægt að taka hann úr park v/ svissins, og bíllinn 4wd
þetta sviss dæmi endaði á að verða algjör framhaldsaga, þar sem askja brilleraði alveg eða þannig.. sem endaði með að bíllinn stóð kyrr í lengri tíma í viðbót og var svo ranglega greindur í ofanálag,
þegar bíllinn var svo loksins kominn í gang var hægt að fara prufa hann og skoða betur,
helsti kostur þessa bíls er hversu lítið slitinn hann er, undirvagn, innrétting og flr er alveg fáránlega þétt. og bíllinn alveg öfga góður í akstri,
þessir bílar maukryðga eins og þekkt er, þessi hefur aldrei verið claimaður, en er sáralítið ryðgaður, nokkra bólur á honum hér og þar, en eina ryðið sem er eitthvað er undir geyminum en þar er komið smá gat,
ég byrjaði á að þrífa hann upp bara, hann var orðinn mattur allur og hálf mosavaxinn, massaði hann og tók af honum gluggalista og flr og massaði, massaði ljósin á honum, og ætla mér að slípa þau upp og glæra,
keypti sumar og vetrardekk undir hann, og setti hann á felgur undan avantgard bíl
þarf að skipta um crankshaft sensor og yaw rate sensor, búinn að fá þann fyrrnefnda, hinn kemur á næstu dögum,
fékk nýjan oem lykil, nýjan geymir, búinn að fá í hann í nýja rúðuupphalara að aftan sem ég á eftir að henda í,
er að sanka að mér í framendan á honum, það er kominn tími á aðra hjólaleguna og framdempararnir eru svona á seinni partinum, keypti legur báðu meginn í hann bara, dempararnir koma vonandi fyrir jól.
fékk nýja stjörnu frama á hann, og búinn að fá listana í framstuðarann á honum, það er skella á þeim sem er á honum núna, us lúkkið fer af honum í leiðini.
stefni á að láta mála báðar hliðarnar á honum og hlerann, og klára skipta þessu dóti sem ég er búinn að telja út upp, þá verður bíllinn eins og nýr, hann er í fullri notkun og annað project í skúrnum, og ég auk þess í skóla, þannig að þetta er bara svona on the side,
en þetta er þrátt fyrir að vera orðið gamalt, einhver ljúfasti fjölskyldubíll sem ég hef prufað, skottið í þessu er á stærð við skott í patrol e-h álíka, hann er alveg fáránlega steddý í hálku og leiðinlegu færi, og fer afar vel með mann,
þarna fann ég hann... í fangelsi


eftir eina helgi af massa, bóni og allskonar dútli, ásamt nýjum dekkjum og reyndar gömlum felgum þá var þetta nú orðið aðeins skárra,


ný dekk! þessir tveir ganga kostuðu meira en bíllinn..

stjarnan kominn á sinn stað

dýrasti lykill sem ég hef keypt so far
