Fékk mér nýjan bíl fyrir helgi, seldi M3 sem var sjúklega erfið andleg ákvörðun (ennþá að jafna mig á því)

, en kannski eru einhverjir hérna inná sem þekkja þennan bíl.
Mercedes-Benz C55 AMG - 2005 árgerð - Keyrður 111.800 KM. Bíllinn er með góðum aukabúnaði eins og t.d. rafmagn í öllu, minni og hiti í sætum, svart leður, 6 diska magasín í hanskahólfi, skjár með navi, Harman Kardon hljóðkerfi, glertopplúga, xenon og 20% filmur allan hringinn svo eitthvað sé nefnt. Einnig er búið að fjarlægja einhverja kúta úr pústinu og hljóðið í honum er heavy flott!
Bíllinn var fluttur inn árið 2007 og kemur hann með stærra bremsukerfi, stærra læstu drifi sem original C55 er ekki með (allt gert í AMG verksmiðju), einnig mappaður af Mr. X. Bíllinn hefur fengið góða þjónustu og lítur afskaplega vel út. Það sem ég þarf að gera fyrir hann er að henda honum í smurningu, skipta um klossa allan hringinn og skipta um peru í kastara. Verður farið í það nú á næstu dögum! En annars er lítið af plönum fyrir þennan bíl nema að þjónusta hann 110% og fara vel með hann
Plön:
-LED perur í alla innréttingu og númeraljós
-Hvítar perur í stöðuljós -
done-Laga felgur (smá kantaðar)
Ekkert meira sem ég hef hugsað mér..
Nokkrar myndir af gripnum þegar ég var nýbúinn að fá hann.


