fart wrote:
Axel Jóhann wrote:
Hlaut nú bara að koma að því að einhver yrði stunginn, skotinn eða drepinn.
Af hverju? Þessi maður sem var stunginn er ekki einu sinni hluti af hinum svokölluðu undirheimum
Manni líður eins og það sé bara eðlillegt að fara og reyna að drepa mann útaf skuld á mótorhjóli..

Fólk komið með upp í kok já, það má vera. En hvernig væri að hætta að væla og líta í kringum sig? Ísland er á allann hátt mjög vel í sveit sett m.v. víðast hvar. Öll þessi reiði er líka ansi skrýtin, maður skilur þetta a.m.k. ekki svona utanfrá, og langar svo sem ekki til beint. Finnst þetta oft einskonar Útvarps Saga hystería allt saman. Spurning vera ánægður með það sem maður hefur, sem á Íslandi er ansi hreint margt. Grasið er síður en svo grænna hinum megin!
Svo er annað að vera voða reiður og vilja fara að meiða fólk, nú eða sjálfann sig út af e-m peningum, það er svo útí kú að maður skilur það ekki.
Líkt og það nennti enginn að vera lengur í Occupy dótinu á Íslandi, mistókst þessum sjúklingi ætlunarverk sitt, a.m.k. ef honum var svona í nöp við lögfræðinga. Viðkomandi er ekki lögfræðingur þó starfsmaður skrifstofunnar sé. Ég þekki mjög vel til þarna nota bene og þetta er hræðilegt mál.
Að fólk víða, sem og Axel hér að ofan kemur kannski aðeins inná, að það hljóti að koma að því að einhver verði limlestaður er svo röng, skökk og fáránleg hugsun í alla staði að fólk ætti að leita sér hjálpar, eða láta loka sig kannski inni bara.
Sakleysið er svo sem löngu horfið á margann hátt á Íslandi, og það kemur Schengen, ESB eða öðru akkúrat ekkert við, nú er kominn tími til að horfa í eigin barm, þjóðarinnar það er. En það má væntanlega ekki ...