bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 01. May 2025 23:36

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 48 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next
Author Message
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 10:36 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
Fyrir tveimur vikum síðan lét ég gamlan draum rætast og verslaði mér óldskúl Porsche. Fyrir valinu varð Porsche 924 árg. 1982.

Bíllinn sem ég keypti var fluttur hingað til lands á vordögum árið 1987 af Porsche umboðinu á Austurströnd en það var eigu Jóns heitins Halldórssonar rallýhetju.
Ástæður þess að bíllinn var fluttur inn var tvíþættar; Í fyrsta lagi voru tollabreytingar í farvetninu sem hækkuðu verð á svona bílum gríðarlega og hins vegar hafði Jón heitinn náð góðum samningum við Porsche verksmiðjurnar í Vestur-Þýskalandi. Svo góðum að Jón tryggði sér fjármagn frá efnuðum íslenskum bifreiðaáhugamönnum og pantaði 6 stk. af Porsche 924 (þar af 2 lítið ekna sýningarbíla árg. 1985) auk eldri 924 bíla sem höfðu fengið yfirhalningu í Stuttgart. Auk 924 bílanna, tók Jón inn 928, 930, 944 og basic 911 bíl.

Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað þá var bíllinn dökkbrúnn þegar hann var fluttur inn, ekinn ca. 50 þús km og boðinn til sölu af Porsche umboðinu á kr. 650.000,- staðgreitt. Bíllinn skipti ört um eigendur á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og áttu margir mætir menn bíllinn, þar á meðal Rúrik Haraldsson stórleikari. Árið 2002 eignaðist Halldór Jóhannsson (Porsche Iceland) bílinn og þá var hann að ég held orðinn dökkblár. Halldór notaði bílinn sem daily driver þar til árið 2008 en þá lenti bíllinn í umferðaróhappi. Í framhaldinu var bíllinn réttur og svo seldur fornbílasafnara fyrr í sumar. Sá notaði sumarfríið sitt í að dunda í bílnum og sprauta hann. Liturinn sem varð fyrir valinu er ansi sérstakur eða Plymouth Prowler orange með dass af glimmer. Þar sem eigandinn var einhverra hluta vegna ekki fullkomlega sáttur með litinn þá ákvað hann að selja mér bílinn og einbeita sér að uppgerð á tveimur öðrum bílum.

Bíllinn er 5 gíra og búinn 2 lítra vél sem skilar 125 hp. Undir bílnum eru svartmálaðar 15 tommu spiderweb felgur en það var dýrari týpan á þessum tíma. Innréttingin í bílnum er nokkuð góð og nánast óslitin.
Bíllinn fer fljótlega af götunni og er planið að endurnýja nokkra hluti í vetur sem og framkvæma smávægilegar útlitsbreytingar.

Myndir segja meira en þúsund orð en heiðurinn að þessum myndum á Arnar Freyr Böðvarsson (ArnarFB) :shock:


Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 11:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 23. Nov 2006 22:36
Posts: 1586
FAllegur og mjög vel með farinn :)

_________________
Stefán Haukur
VW Golf MKV Gti
VW Golf MK4 seldur
BMW E36 323i Seldur
Honda Civic Seldur
BMW 318ia E36 rifinn
You'll Never Walk Alone


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 11:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
afar Eydís 8)

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 11:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jul 2005 09:43
Posts: 3886
Location: Bíldudalur
Skemmtileg söguleg samantekt. :thup:
Bíllinn er flottur og liturinn ágætur. Hlakka til að sjá framhaldið.

_________________
BMW E46 ///M3 04.2003
Land Rover Discovery 3 04.2007
Ski Doo Summit X 800 151" - 2006
5xE30,E32,E34,4xE36,E39,E53 - Seldir


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 11:31 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Til hamingju með bílinn. Spes litur á þessum bíl en ég hef trú á því að hann geti orðið mjög flottur með léttvægum breytingum.

Ég held það myndi gera kraftaverk fyrir þennan bíl að mála felgurnar á honum aftur í orginal lit.

Þetta orange + svartar felgur er ekki alveg að virka að mínu mati, þarf auðvitað ekki að eftirspegla mat þitt.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 13:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Skemmtileg samantekt.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 13:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Bíllinn lítur virkilega vel út! Forvitnileg græja :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 17:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 22. Jul 2004 14:27
Posts: 1697
Location: over there
gunnar wrote:
Til hamingju með bílinn. Spes litur á þessum bíl en ég hef trú á því að hann geti orðið mjög flottur með léttvægum breytingum.

Ég held það myndi gera kraftaverk fyrir þennan bíl að mála felgurnar á honum aftur í orginal lit.

Þetta orange + svartar felgur er ekki alveg að virka að mínu mati, þarf auðvitað ekki að eftirspegla mat þitt.


Þessar felgur eru lang flottastar með pólerað andlit og svart inná milli!

En þetta er góður bíll og saknað úr skúrnum

*fór að gramsa í gömlum myndum og fann þessa 8)

Image

_________________
Volvos always get bitches... its just fact... they cant resist the safety and the idea of not having to buy a different car when they have kids... bitches love that


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 20:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Porsche :thup:

Spes litur á honum, minnir svolítið á Mözdu RX-7 bílinn.
Virkilega flottur að innan og thumbs up á söguna.

Það er eitt sem stingur mig aðeins, það er röndin fyrir neðan sílsana, eru þeir orginal málaðir? Hef á tilfinningu á að þeir kæmu mun betur út með botnmálningu, en þú átt svo sannarlega eftir að vera hooked á þessu merki :lol:

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 20:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Spiderman wrote:
... Auk 924 bílanna, tók Jón inn 928, 930, 944 og basic 911 bíl...


Hmm skv. mínum bókum er 930 911? voru þetta tveir 911?

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 21:06 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 29. Jul 2003 00:36
Posts: 827
Location: Erlendis
Þetta er svo geggjað :!: og frábært með söguna alla. Þessi innrétting er náttla bara pjúra '80s klám. Porsche skriftin á hurðarspjöldunum er priceless.

Held það þurfi nú reyndar ekkert að hafa áhyggjur að Hr. Spiderman verði húkkd á merkinu, sá skaði er löngu skeður.
:thup:

_________________
e39 M5 Carbon Schwartz
Audi A3 "Sportback" 1.6 TDi Miljöpowah!
e9 CSA 1973


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 21:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 23:40
Posts: 2731
Thrullerinn wrote:
Porsche :thup:

Spes litur á honum, minnir svolítið á Mözdu RX-7 bílinn.
Virkilega flottur að innan og thumbs up á söguna.

Það er eitt sem stingur mig aðeins, það er röndin fyrir neðan sílsana, eru þeir orginal málaðir? Hef á tilfinningu á að þeir kæmu mun betur út með botnmálningu, en þú átt svo sannarlega eftir að vera hooked á þessu merki :lol:



Rak einmitt strax augun í þetta.

En til lukku


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 26. Aug 2011 23:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Til lukku með þennan :thup:

Mætti þér í Hafnarfirði í gær og myndirnar gera litnum alls ekki nógu góð skil, mjög flottur svona live.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 28. Aug 2011 19:05 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
:thup:

Hlakka til að sjá hann hjá þér. Væri gaman að sjá mynd af innréttingunni í lit líka. Annars sammála öðrum hér, botnmálning undir, laga felgur og svo bara keyra.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 28. Aug 2011 19:45 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Aug 2009 18:10
Posts: 866
Location: ... á bakvið myndavélina.
Fallegur bíll og góðar myndir!

Skemmtileg lesning. :)

_________________
’14 Volkswagen Golf GTD
'97 BMW E36 323i M-Tech - Coupe


Seldur:
'05 BMW E46 330i ///ZHP - Sedan


EMILK | facebook


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 48 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 20 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group