Þar sem ég er búinn að selja BMW-inn er ég kominn á nýjan bíl. Frekar skrýtið að gera "Bílar meðlima" þráð hérna í Off-Topic.
Það helsta um bílinn:Audi TT quattro (4wd)
1,8L vél turbo (180 hö)
6 gíra bsk
Svartur
Svart leður
Bíllinn er aðeins keyrður 58,000 km. Hann vinnur ekkert smá vel og er stórskemmtilegur! Fannst þessir bílar alltaf frekar kvenlegir
og hugsaði mér aldrei um að eiga einn slíkan. Eftir að hafa prufað þennan bíl snérist mér algjörlega hugur.
Ég var voða heppinn að ég átti glæný 17" Michelin sumardekk sem pössuðu akkurat á hann.
Hann á pantaðan tíma í hjólastillingu í dag. Planið er svo að henda honum í 60,000 km skoðun.
Um leið og hann kom var hann tekinn í gegn af okkur feðgunum. Hann var svolítið skítugur.
Við breyttum því og þrifum hann með góðri sápu, mössuðum það helsta, bónuðum hann með 3ggja þrepa bóni.
Þrifum vélarsal, tókum leðrið í gegn og teppi með teppahreinsi. Síðan tókum við felgurnar af þrifum, mössuðum
og bónuðum. Blettuðum síðan aðeins í felgurnar, eða þar sem var smá köntun.
To do list:-Henda á hann 2 púströr:
http://www.ttstuff.com/mm5/merchant.mvc ... _Code=T1BA-Kaupa leðurpoka hjá gírhnúðanum -
check!-Skipta um tímareim -
check!-Nýjar perur í innréttinguna -
check-Kaupa hlíf undir hann, undir vélarrýmið
-Ryðverja hann
-Nýjar númeraplötur (kannski einkanúmer)
-Skipta út Diverter valve, þeir orginal eru úr plasti og duga skammt.
Ætla að panta þennan:
http://forgemotorsport.com/content.asp? ... t=FMCL007P-Flottar 18" felgur
-Smá lækkun (kannski)
Hér eru myndir. Endilega komið með hugmyndir um breytingar.









Einn sáttur

Annars finnst mér myndirnar af innréttingunni ekki nægilega góðar. Innréttingin er mun dekkri og lítur
betur út með berum augum heldur en á myndum.
Verð samt að viðurkenna að það er smá súrt að eiga ekki bimma lengur.