Hún hafði góðann punkt með aukið vega eftirlit. Flest virðist benda til þess að það sé eitt það mikilvægasta til að draga úr hraða á vegum.
Hitt er annað mál að það er EKKI EINU orði minnst á þá STAÐREYND að bílar eru EKKI BARA SAMGÖNGUTÆKI, heldur LÍKA leiktæki!
Og þangað til að fólk og Ragnheiður sjálf áttar sig á því þá gerist ekki mikið í þessum málum.
Hér þarf braut til að leika sér á. Hvað þætti fólki um það ef hér væru engir golfvellir og allir golfarar landsins tíuðu af út í garði hjá sér og golfkúlur væru fljúgandi út um allar trissur. Það er líka stórhættulegt ef engin er aðstaðan...
Svo er að sama skapi sjokkerandi að tala um 6 ára fangelsi í tengslum við ofsaakstur og það án þess að blikna. Við erum þá að tala um hvað, bara í ágústmánuði um 200 manns
En annars... þá er þetta vitaskuld sorglegt að ökumenn skuli ekki gera sér grein fyrir þeirri hættu sem þeir geta verið í.
Það sem við getum gert er að reka áróður fyrir því að ökumenn fái þjálfun, í ökugerðum, á braut og betri kennslu. Og það alltaf. Tölur frá Bretlandi sýna nefnilega að það eru ökumenn frá 30-40 ára sem aka hraðast. Ekki unglingarnir.
PS, til öryggis ber að taka það fram að þetta eru mínar persónulegu skoðanir en ég hef fylgst mikið með hraðaumræðunni alveg frá því ég tók bílprófið mitt.