bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 14:46

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 75 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:37 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Feb 2003 14:56
Posts: 600
Location: Í aftursæti lögreglubíls
Ég fór allt í einu að velta fyrir mér hvort menn hér ættu kannski önnur áhugamál en Bmw sameiginleg.
Þetta er nú lítill heimur. Gaman væri að heyra hvað menn dunda sér við annað en bíla.

Sjálfur er ég 33 ára með mikinn áhuga á dýrum. Er með fiska (Malaví Sikliður) og Ring necked páfagauk. Hef áhuga á kraftlyftingum/líkamsrækt (hef reyndar ekki æft í 2 ár, ofgerði mér eiginlega), er búinn að eiga haug af mótorhjólum, bæði enduro og götuhjól þó ég eigi ekki hjól núna og hef gaman af því að spila póker, bæði á netinu og "live".

_________________
Tommi camaro fanclub member no. 03


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Humm Hum..

Mikill ferðaáhugamaður, er búinn að ferðast til tæplega 20 landa. Elska að skoða mig um og kynna mér sögu.

Hef mjög gaman að jarðfræði og almennri jarðsögu.

Mikill jeppaáhugamaður. Er einmitt að klára breytingu á mínum fyrsta jeppa.

Rosalegur áhugamaður um skíði, enda æfði ég þá íþrótt í tæp 10 ár eða svo. Er einmitt að fara út núna á laugardaginn til Cervinia á ítalíu.

Hef mjög gaman af líkamsrækt, hef þurfti að vera svolítið spakur í henni í gegnum árin vegna slysa. En er að komast á fullt núna.

Já ég held að þetta sé nú eiginlega bara komið.. Svona það sem mér dettur í hug núna.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
hmm... bíladellan yfirtekur nú flest annað hjá mér, hef gaman af tónlist og hef prufað að spila á orðið ansi mörg hljóðfæri.. jújú hef alveg gaman af líkamsrækt, æfi 6 daga vikunar en reyndar bara til að ná fyrri styrk í bakið, engar lyftingar með þung lóð næstu misseri.. bara konutækin og hamstrabrettið.. er síðan að fara læra köfun núna í vetur/vor með það fyrir augunum jú að rækta nýtt áhugamál, stefni á flakaköfun

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:46 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
gunnar wrote:
Humm Hum..

Mikill ferðaáhugamaður, er búinn að ferðast til tæplega 20 landa. Elska að skoða mig um og kynna mér sögu.

Hef mjög gaman að jarðfræði og almennri jarðsögu.

Mikill jeppaáhugamaður. Er einmitt að klára breytingu á mínum fyrsta jeppa.

Rosalegur áhugamaður um skíði, enda æfði ég þá íþrótt í tæp 10 ár eða svo. Er einmitt að fara út núna á laugardaginn til Cervinia á ítalíu.

Hef mjög gaman af líkamsrækt, hef þurfti að vera svolítið spakur í henni í gegnum árin vegna slysa. En er að komast á fullt núna.

Já ég held að þetta sé nú eiginlega bara komið.. Svona það sem mér dettur í hug núna.


Með hvaða félagi æfðiru?

Ég er að fara til Chamonix Mont Blanc á föstudaginn :)
(Það er í Frakklandi btw)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Æfði með Ármanni. :wink:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég æfði líka skíði mjög lengi og gékk vel á nokkrum mótum.. síðan einn daginn var ég eitthvað pirraður í löppunum eftir klossana og hef bara ekki farið síðan.. enda reyndar hefur veður farið verið þannig að eina leiðin til að ná snjó á svæðunum er að bíða tilbúin uppí fjalli nánast

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:49 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Wed 21. Dec 2005 23:48
Posts: 827
Ok, ég var í Fram og fór svo auðvitað í SLR

Í svipað langan tíma og þú


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 01:50 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Já því miður er ekki mikill snjór hérna heima, ég reyndar fór út 2-4 á ári bæði til að æfa og keppa. Fór út með landsliðinu alla vega 1 sinni á ári og svo tvisvar til þrisvar með félaginu.

Fór nú reyndar einn einu sinni til Noregs í einhvern "rossignol" æfingaskóla sem mér var boðið í.. Tók vitlausa lest og einhvað vesen, þurfti að ná í mig í hinum hluta landsins.. :oops:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 02:08 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Palli heiti ég og er á nítjánda ári.
Tók mér frí frá fjölbrautarskóla garðabæjar þessa önn og er í fjarnámi í staðinn.
Ég er í PPL einkaflugmannsnámi í Geirfugli sem er eitt af mínum áhugamálum.
Stefni svo á að fara annað hvort í ATPL atvinnuflugmannsnám í Flugskóla
Íslands næsta haust ef til vill nema að maður klári það sem eftir er af
þessum bölvaða stúdent fyrst. Hef spilað á gítar í nokkur ár með ýmsum
kunningjum og vinum. Er náttúrulega bílaáhugamaður eins og flestir hérna
grunar mig. Ræktin er nú eiginlega eina íþróttin hjá mér en er búinn að vera
voðalega slappur undanfarið vegna putta- og viðbeinsbrots. Hef áhuga á
flestöllu sem viðkemur íþróttum og er ágætis keppnismaður í mér :)


Ég heiti jón og ég er alkahólisti
HÆ JÓN!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 02:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
sko ég hef gegan áhuga á kaupa föt, sætum strákum, vera með vinum mínum, flippa, meika mig og omg DJAMMA drekka Breezer, reina við Rúnar Twincam því hann á gegt flottan grænan bíl.
NEI DJÓK smá svona svefn galsi í manni eins og er.

Okey aftur á Topic.
ég er mikill áhuga maður um ljósmyndum/ljósmyndir, kvikmyndun/kvikmyndir, Tónlist, tónleikum og bara flest öllu listrænt.
T.d. íslensk tonlist er í miklu uppáhaldi hjá mér, eiginlega verð ég að seigja að íslensk tónlis sé besta tónlist sem til er í dag. það sama seigi ég um íslenska og danskar kvikmyndir finnur varla skemtilegri myndir.
Tónleikar eru það sem ég get varla verið án. ég fer minstakosti á 3tónleika í hverjum mánuði alltaf gaman að hlusta á nýa íslenska músik live(verst að maður er búinn að fara á svo margar að maður er búinn að sjá flest allt.)
og svo er það líka bílar og mótorsport.

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 03:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Viktor, 18ára.. áhugamaður um dýr, bíla af öllum sortum en þó nokkrir sem að ég hef óbeit á en þess má geta að ég var andspyrnumaður gagnvart BMW á sínum tíma, svo tókst Hannesi (316i) að snúa mér við, ásamt nokkrum öðrum. Jeppar, torfærur, íslensk náttúra og ferðalög á íslandi, snjóbretti, tölvur, tölvuleikir, MSN (hehe), tónlist og það að búa til tónlist!

Svo er margt annað sem að kemur ekki upp í hausinn á mér núna... en þetta er það helsta !

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 07:30 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Bílar, mótorhjól, audíófíla, nútímalist, vín, bjór, matur og klassísk hönnun...og síðast en ALLS EKKI síst... armbandsúr!

óttalega típískt eitthvað....

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 07:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Ræktin og almenn heilsa (6sinnum í viku)
Spila golf (12.4 í forgjöf)
Fjölskyldan.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 08:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 23. Nov 2003 22:49
Posts: 7764
Location: Kópavogur
Skíði, er búinn að æfa í 12 ár og geri ennþá.
Póker, Spila nokkrum sinnum í viku með félugunum.

_________________
BMW E46 318i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 09. Feb 2006 08:37 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
Úff fyrir utan bíladelluna þá eru helstu áhugamálin tónlist( hef verið að safna vintage hljómborðum og orgelum), líkamsrækt, er í Boot Camp æfingum í Hnefaleikafélagi Reykjavíkur og síðan er ég með króníska úradellu. :!:

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 75 posts ]  Go to page 1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group