Sælir, langar að segja ykkur frá atburði sem ég lenti í í gær, hitti "dílerinn" minn til að kaupa munntóbak á leiðinni heim til kærustunnar minnar, þetta var rétt uppúr 11 í gærkvöldi og þegar að ég var að beygja inní næstu götu fyrir neðan þar sem að hún á heima (held að gatan heiti Hlíðarvegur, í kópavogi) sé ég Mustang stopp fyrir framan mig og Avensis skakkan fyrir framan hann og ég hugsa með mér;"Æ sjitt, Mustanginn hefur rasskellt Avensisinn og kastað honum svona..." Þannig að ég stoppa við hliðina á þeim og þar voru 3 gaurar að bauka eitthvað, ég skrúfa niður rúðuna farþegameginn og segi við þá; "Er allt í lagi með alla? ....allir heilir?" Þá lítur einn gaurinn á mig (u.þ.b. 25 ára, með þriggja daga brodda) með þessum líka geðveikis-morðaugum, hleypur fram fyrir bílinn hjá mér, lemjandi í húddið og leit aldrei úr augunum á mér og rífur í húninn hjá mér og skipaði mér að drulla mér út úr bílnum, öskrandi!

Mér bregður ekkert lítið og hugsa með mér; "jæja, þá verður maður buffaður

, but I won´t go down without a fight

þannig að ég hélt hurðinni hálf-lokaðri á meðan að ég losaði beltið til að geta varið mig, síðan öskrar gæjinn að hann vilji leita í bílnum hjá mér, ég segi nei og þá dregur hann fíknó skilríkin uppúr hálsmálinu hjá sér en ég hika samt (fyrir þá sem ekki hafa séð slík skilríki að þá er þetta hvítt blað með stjörnunni og undir stendur LÖGREGLAN og svo er þetta plastað eins og eldgömlu ökuskírteinin, tæki 5 mínútur að falsa svona með gamalli 486 tölvu og straujárni) þannig að ég hikaði enn og svo lagði ég fyrir framan þá og þeir leituðu í bílnum hjá mér lauslega og ætluðu bara ekki að trúa því að ég þekkti gaurana á Mustanginum ekki neitt! Voru alveg MAD og síðan héldu þeir að ég væri munntóbakssali vegna þess að ég var með 4 dollur í bílnum

(ég heppinn að dílerinn var ekki með fleirri, ætlaði að kaupa 10)
Mér var alla veganna geðveikislega brugðið og komst loks á leiðarenda.
en ég ætlaði að forvitnast um það hvort að einhver vissi hvort að þetta mætti endalaust!? það var líka leitað í bílnum hjá mér á leiðinni á Færæska daga í sumar og mér leiðist þetta, ég er með hreina sakarskrá og hef aldrei verið viðriðinn fíkniefni, mér hefur verið sagt að ef að ég neiti þeim um að leita í bílnum að þá þurfi þeir dómara til að veita heimild og ef að þeir finni ekkert þá ætti maður að vera save eftir það,
veit einhver eitthvað um þetta?