bebecar wrote:
Thrullerinn wrote:
Bróðir minn átti þennan bíl, þetta er já Ameríkutýpa. Ég skal spyrja hann
út í gripinn

Það lofar góðu

Er samt ekki að fíla stuðarana, sjálfskiptingu og glitaugun

En ekkert sem ekki er hægt að laga.
Bróðir minn er ekki mikill bílakall, bara notaði bílinn, seldi hann vegna
þess að hann var á síðasta punkti
Þetta rauða aftan á honum er ekki að gera sig, þ.e. porsche merkið.
Annars talar hann vel um bílinn, mér fannst hann svolítið mjúkur og
sjálfskiptinginn var eitthvað svo mjúk. En bíllinn er fallegur, ég held að
bróðir minn hafi látið vetrardekk á upprunalegu porsche felgunum fylgja,
þannig ef þú ert að alvarlega að spá þá myndi ég gera kröfu um að fá
þau með.
Hann var svolítið rakur allur undir teppum o.fl. og þyrfti því etv. að taka
hann örlítið í gegn, en þegar það væri búið þá væri bíllinn fullkominn.
Bróðir minn átti ekki í neinum erfiðleikum að selja hann á sínum tíma,
einhver kall sem keypti hann handa stráknum sínum. Hvernig hann var
keyrður í framhaldinu, veit ég ekki, en hann hefur alltaf verið tandur-
hreinn þegar ég hef séð hann og alltaf í keyrslu, þannig þetta er líklega
alls ekki slæmur kostur.