ef þú geymir hann í þurru húsnæði sem er heitt þá þorna pakkningar og pakkdósir frekar, og mér var sagt að það þyrfti að starta vél AMK einusinni í viku og láta ganga í smástund bara uppá að smyrja allt dótið og einnig uppá að pakkningarnar verði ekki alveg handónýtar. Ég býst nú samt sem áður við að það sé skást að geyma bílinn í upphituðu húsnæði, en þá verðuru líka að fara og starta bílnum reglulega, uppá ofangreint vandamál...
Ekki myndi ég geyma slíka græju eins og þína úti

En ég er líka búin að vera að spá í þessu því að ég er að hugsa um að gera slíkt hið sama við minn bíl í vetur, of þungt til að vera á tilgangslausum rúnti á glerhálku.
Ég ætla mér að vera með hann í vel loftuðu en upphituðu húsnæði þá, og vera dugleg að passa uppá að hann gangi aðeins og hreyfa hann inn á milli þó það sé ekki nema bara smávegis.