Er að pæla með OPC hjá mér...
Nú þegar er í honum catless downpipe, og ég á til í hann test-pipe (decat) og stainless púst...
Bíllinn fór í viðgerð eftir að það fór í honum heddpakkning (enginn hitamælir, bara skyndileg hitalykt og svo bara bleh' steindauður), og sá sem að sá um upptekt á mótornum plumbaði boost solenoidinn vitlaust...
þannig að hann virkaði ekki og þess-vegna lítur compressor hjólið svona út:

Það var alveg mökk fínt power fyrst, en svo fannst mér það dala og eftir að ég las af bílnum komu upp þrjár villur en þær voru:
P0234 Overboost
P0235 Underboost
P1106 Boost Pressure Donor Signal Not In The Target Area
P1125 Boost Solenoid Function Error
ég fór yfir hvernig hann var tengdur og í ljós kom að hann hafði verið öfugt tengdur...
snéri þessu við, núllaði tölvuna og þá kemur bara P0235 og P1106 áfram, sem að benda til þess að nú fái hann ekki nóg boost en ekkert óeðlilegt í akstri...
Keyri heim, á leiðinni heim verð ég var við aukið "turbo hljóð" og þegar að ég keyri inn götuna heima missir bíllinn allt afl... en enginn reykur og ekkert vesen...
Drep á í innkeyrslunni, skoða þetta nokkrum dögum seinna... fékk hugmynd um að intercooler hosa hefði losnað, prófaði að setja í gang og láta vin minn þenja bílinn og tek þá eftir að hosan við inntakið sogast saman en þenst ekki út, fannst þetta staðfesta minn grun um að intercooler hosa hefði sprungið af við overboostið, finn ekkert þannig en svo er compressor hjólið bara í hakki....
Þeir sem að þekkja þetta, og kannski e'h sem að hafa mapping reynslu.... hér er spurningin...
Ný túrbína kostar uþb 800€, en ég er búinn að finna genuine Borg Warner dealer, og var að hugsa um að fara í smá hybrid dæmi....
Orginal er Borg Warner K04, en pælingin er að nota Compressor af K16? Ég fengi náttúrulega nýtt K04 hylki, og K04 turbine hjól og öxul (sem er með upgraded Cut-Back spöðum) og allt OEM Borg Warner hlutir...
Dótið yrði balancerað og alles, þannig að þetta væri bara eins og að kaupa OEM turbo en bara upgraded útgáfu per say...
Gæti ég boltað þetta í þar sem að bíllinn notar MAF og MAP skynjara, án þess að þurfa mapp ?
Turbine hjólið ætti að sjá mér fyrir hraðara spool, og K16 compressor hjólið flæðir betur en K04, sé líka fyrir mér að þetta ætti að meika 22-24psi efficiently út rev-bandið... sem væri þá 400hp roughly...
Endilega hendið inn ykkar two cents...