Engin hroki meintur héðan, legg ekki í vana minn að stunda þannig æfingar.
Finnst bara leiðinlegt þegar menn eru, að mér finnst, að "mennta" aðra spallverja í krafti gráðna sinna, sbr.:
Quote:
Ég held ég átti mig bara nokkuð vel á málinu, hef lokið BBA námi í alþjóða- markaðsfræði
sem virðist sagt með smá þjósti.
Einnig biðst ég forláts ef ég hef lagt þér orð í munn, stunda heldur ekki þannig æfingar!
Svo segir þú hinsvegar að:
Quote:
ég ætlaði einfaldlega að starta þræði til að ræða þessi mistök meðal annarra bílaáhugamanna, en sé að ég þarf að leita eitthvert annað eftir vitrænum umræðum
Það er gott og vel, og ég er hjartanlega sammála því, þetta er mjög áhugavert umræðuefni og skemmtilegt pæling, sbr. dæmin sem Íbbi nefnir, sem og fjölmörg önnur sem ég man ekki í svipinn.
Hef því ekkert útá efni þráðarins (þráðsins??) að setja og það má gjarnan setja þetta aftur inní heild sinni og ræða þetta (ég skal halda mig til hlés) enda skemmtilegt málefni eins og áður sagði.
Hitt er að það að fara með allt í baklás og eyða öllu ef einhverjir sjálfskipaðir vitringar (lesist ég) fara að baula um hitt og þetta, finnst mér helber óþarfi.
Pís át!
G