olinn wrote:
Einmitt, ætti ekki að vera erfitt að vinna mál þar sem mönnum er mismunað svona.
Hvort sem bíllinn er corolla eða einhver ford drusla þá eru þeir báðir fornbílar.
Ég sé ekki hvernig slíkt mál ætti að vera byggt upp. Tryggingafélögum er frjálst að semja hvernig sem þau vilja við viðskiptavini sína með nokkrum undantekningum. Þeim er ekki skylt að bjóða fornbílatryggingar og persónulega skil ég vel að þeir meti hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að svoleiðis tryggingum. Þeir eru eftir allt með tryggingunni að taka á sig ábyrgð á því tjóni sem notkun bifreiðarinnar veldur öðrum. Það er þess vegna skiljanlegt að þeir bjóði lægri tryggingar á fornbíla sem eru aðallega notaðir sem sýningartæki og eru sjaldnast á vegunum því líkurnar á að slíkur bíll valdi tjóni eru litlar.
Kannski væri æskilegt að tryggingafélögin settu sér ákveðnar reglur varðandi t.d. hvað bíll má vera ekinn á ári til að fá fornbílatryggingu en þá þarf kannski líka að hafa í huga hvað þeir myndu opna á með því. Það er til dæmis mjög auðvelt að skrúfa niður mælinn í gömlum bílum.
Sjálfur hef ég bara einu sinni átt bíl eldri en 25 ára. Sá var gömul sendibílsdrusla sem var innréttaður sem húsbíll. Þegar ég óskaði eftir fornbílatryggingu var ég spurður hvernig notkun bílsins væri háttað. Ég svaraði því bara eins og var að þessi bíll væri notaður í 4-5 ferðir á ári en stæði annars kyrr. Það dugði til að ég fékk mjög ódýra tryggingu á hann. Grunnlínan í þessu öllu er samningafrelsið.